Beittu blekkingum á TripAdvisor

Milljónir manna skoða TripAdvisor á hverjum degi.
Milljónir manna skoða TripAdvisor á hverjum degi.

Ein stærsta hótelkeðja Ástralíu hefur fengið um 230 milljóna króna sekt fyrir að reyna að koma í veg fyrir að neikvæðar umsagnir um hótelin birtust á ferðavefnum TripAdvisor.

Dómari hefur komist að því að Mariton Property Services hafi brotið neytendalög með því að koma í veg fyrir að tölvupóstar, með boði um að gefa hótelunum umsögn á TripAdvisor, yrðu sendir á ákveðna gesti. Engir tölvupóstar með slíku boði voru sendir til gesta sem líklegir voru til að vera óánægðir með dvöl sína, m.a. til þeirra sem höfðu kvartað.

Á tímabilinu nóvember 2014 til október 2015 létu starfsmenn hótelkeðjunnar TripAdvisor hafa röng netföng á þá gesti sem höfðu kvartað. Þannig var ekki hægt að senda þeim boð um að gefa dvöl sinni einkunn. Þannig hafi einkunn hótelanna orðið hærri en ella. Er það niðurstaða dómarans að þetta hafi verið gert vísvitandi til að blekkja og til að fjölga jákvæðum umsögnum.

Talsmenn TripAdvisor segjast hafa orðið varir við vandann í október árið 2015 og hafi þegar hafið sjálfstæða rannsókn á málinu. 

Frétt CNN.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK