Bréf Icelandair lækka um 9,78%

mbl.is/Eggert

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 7,54% í verði það sem af er degi en viðskipti hófust í kauphöllinni klukkan 9:30.

Alls hafa átt sér stað viðskipti með bréf félagsins fyrir 154 milljónir króna í 16 viðskiptum. 

Hlutabréfin hafa haldið áfram að lækka og á aðeins nokkrum mínútum hefur lækkunin farið úr 7,54% í 10,23%. Það sem af er ári hafa hlutabréf Icelandair lækkað um rúm 30% og voru síðustu viðskipti á genginu 10. Lægst hefur verð hlutabréfa Icelandair farið í 6,53 á árinu en hæst í 16,55.

Líkt og fram kom á mbl.is í morgun hefur verið hætt við sameiningu Icelandair og WOW air.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK