Leiga hækkar meira en kaupverð

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Leiguverð hefur hækkað umfram kaupverð fasteigna undanfarna tólf mánuði sem er ólíkt þróuninni frá árinu 2016 fram á mitt ár 2017. Fermetraverð á tveggja herbergja leiguíbúð er mun hærra en á þriggja herbergja. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá frá hagfræðideild Landsbankans. 

„Samkvæmt tölum Þjóðskrár hækkaði leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu um 1,4% milli september og október. Leiguverð hefur hækkað um 9,6% á síðustu 12 mánuðum á sama tíma og kaupverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 4,1%. Leiguverð og kaupverð fjölbýlis þróuðust með svipuðum hætti frá upphafi ársins 2011 fram á árið 2016. Þá tók kaupverð að hækka mun meira og hélt sú þróun áfram allt fram til sumars 2017. Þannig hækkaði leiguverð um 70% frá upphafi ársins 2011 fram til júní 2017 á meðan kaupverð fjölbýlis hækkaði um 97%. Frá júní 2017 hefur leiguverð hins vegar hækkað um 12,9% á meðan kaupverð hækkaði um 5,3%. Það er því verulegur munur á þessum tveimur tímabilum.

Ef litið er á leiguverð 2ja og 3ja herbergja íbúða í vestur- og austurhluta Reykjavíkur  auk Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar í mánuðunum ágúst, september og október kemur í ljós að leiga á fermetra er hærri í Reykjavík en hinum sveitarfélögunum og í öllum tilvikum er leiga fyrir hvern fermetra í 2ja herbergja íbúð hærri en fyrir 3ja herbergja. Meðalleiguverð fyrir tveggja herbergja íbúð á þessum svæðum var kr. 2.925 á m2 á þessum tíma og kr. 2.532 á m2 fyrir 3ja herbergja íbúð. Í tölunum fyrir október var meðalstærð 2ja herbergja íbúða 60 m2 og þriggja herbergja 84 m2. Það þýðir að meðalleiguverð 2ja herbergja íbúða á þessum tíma var um 175 þús.kr. á mánuði og meðalleiguverð 3ja herbergja íbúða m 213 þús.kr. á mánuði,“ segir í hagsjá Landsbankans.

Hér er hægt að lesa ritið í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK