Dómurinn kom á óvart

Sindri Sindrason, til vinstri, ásamt Gylfa Sigfússyni sem lætur af ...
Sindri Sindrason, til vinstri, ásamt Gylfa Sigfússyni sem lætur af störfum sem forstjóri Eimskipafélags Íslands núna um áramótin. mbl.is/Eggert

Sindri Sindrason, stjórnarformaður félagsins A1988 ehf. sem hefur verið dæmt til að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur, auk 42 milljóna í málskostnað, segir að niðurstaða héraðsdóms hafi komið sér á óvart.

Spurður hvort málinu verði áfrýjað segir hann að það komi í ljós á næstu dögum. Ekki sé búið að funda vegna niðurstöðu héraðsdóms.

Í október árið 2011 höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna meintra samkeppnisbrota gamla Eimskips. Málið snerist um meinta ólöglega atlögu félagsins að Samskipum á flutningamörkuðum á árunum 1999 til 2002.

Málið á ræt­ur sín­ar að rekja til árs­ins 2002 þegar Sam­keppn­is­stofn­un (síðar Sam­keppnis­eft­ir­litið) hóf rann­sókn á ætluðum brot­um Eim­skipa­fé­lags Íslands á ár­un­um 2001 til 2002, að því er kem­ur fram í dóm­in­um.

Eim­skipi var gert að greiða sekt upp á 310 millj­ón­ir króna en sekt­ar­upp­hæðin var síðan lækkuð í 230 millj­ón­ir. 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir