Verðfall á olíumörkuðum

AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu heldur áfram að falla og hefur ekki verið jafn lágt í meira en ár. Skýringin er ótti um horfur í efnahagsmálum heimsins.

Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 5% í gær og er 56,26 Bandaríkidalir tunnan á meðan bandaríska WTI hráolían lækkaði um rúm 6% og er 46,60 dalir tunnan. Er það lægsta verð hennar frá því í ágúst í fyrra.

Sérfræðingar óttast að viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna á hendur Írönum geti þýtt verulegan samdrátt í framleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK