Matstöðunum Le Kock og Deigi lokað

Hamborgarar Le-Kock-manna slógu í gegn þegar þeir komu fyrst á ...
Hamborgarar Le-Kock-manna slógu í gegn þegar þeir komu fyrst á markað. Þeir munu þó ekki fást framar að Ármúla 42. mbl.is/Árni Sæberg

Veitingastaðnum Le Kock í Ármúla 42 og bakaríinu Deigi að Seljabraut 54 hefur verið lokað. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Deigs.

Þar segir að starfsemi staðanna tveggja sé nú komin undir eitt og sama þak í húsnæði Le Kock að Tryggvagötu 14 en þar var Le Kock staður númer tvö, og þar með þriðji staðurinn í samsteypunni, opnaður í ágúst í fyrra.

„Ekki útbrunnið“

„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu,“ er á meðal þess sem fram kemur í umræddri Facebook-færslu. 

Tiltölulega stutt er síðan Le Kock hóf starfsemi sína en fyrsti staðurinn var opnaður fyrir tæpum tveimur árum að Ármúla 42 sem hefur nú verið lokað, eins og áður segir.

Í umfjöllun Morgunblaðsins frá því í haust var sagt frá því að staðinn hrjáðu vaxtaverkir. 

„Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla dag,“ segir jafnframt á Facebook-síðu Deigs.

Ekki náðist í eigendur staðanna við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir