8,5% aukning í virðisaukaskattskyldri veltu

Velta í bílaleigu jókt um 17,4% á tímabilinu september til ...
Velta í bílaleigu jókt um 17,4% á tímabilinu september til október í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, nam 4.491 milljarði á tímabilinu frá nóvember 2017 fram til október 2018 og er 8,5% hækkun sé miðað við 12 mánaða tímabilið þar á undan. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Sé veltan skoðuð fyrir tímabilið september til október 2018, reyndist hún 788 milljarðar eða 6,2% meiri en á sama tíma árið áður.

Velta í framleiðslu málma jókst um 17,4% á þessum tíma, velta í bílaleigu um 17,4% og velta í smásölu um 4,4%. Velta í sölu og viðhaldi vélknúinna ökutækja minnkaði hins vegar um 7,3% og velta í sjávarútvegi um 6,4%.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir