Kvika stækkar framtakssjóðinn Freyju

Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdarstjóri eignastýringar Kviku.
Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdarstjóri eignastýringar Kviku. Ljósmynd/Aðsend

Kvika hefur nú lokið annarri umferð söfnunar áskriftarloforða framtakssjóðsins FREYJU slhf. og er heildarstærð sjóðsins nú 8 milljarðar króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hluthafar Freyju eru margir stærstu lífeyrissjóða landsins og aðrir fagfjárfestar.

Freyja er þriðji framtakssjóður Kviku, sem einnig rekur framtakssjóðina Auði I slf. og Eddu slhf. Er Freyju ætlað að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum „með sterka stöðu á markaði, gott sjóðstreymi og áhugaverð vaxtartækifæri“, að því er segir í tilkynningunni. Áhersla er einnig lögð á að félögin sýni samfélagslega ábyrgð í daglegum rekstri, hugi að umhverfismálum, gæti að fjölbreytni í stjórnun og tileinki sér góða viðskipta- og stjórnarhætti.

„Framtakssjóðir Kviku eru áhrifafjárfestar sem taka virkan þátt í stefnumótun og rekstri fyrirtækjanna sem fjárfest er í í samstarfi við stjórnendur og meðeigendur. Undanfarin 10 ár höfum við fjármagnað vöxt og uppbyggingu margra af öflugustu fyrirtækjum landsins. Hjá  okkur hefur byggst upp mikil reynsla af rekstri og framtaksfjárfestingum en frá upphafi höfum við lagt ríka áherslu á ábyrgar fjárfestingar,“ er haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, framkvæmdarstjóra eignastýringar Kviku, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK