Greiða 30 milljónir við afskráningu

Tekin verður ákvörðun um afskráningu Heimavalla af markaði í dag.
Tekin verður ákvörðun um afskráningu Heimavalla af markaði í dag. mbl/Arnþór Birkisson

Tveir sjóðir í stýringu Eaton Vance eru eigendur að skuldabréfinu HEIMA 18.1 sem gefið var út af fasteignafélaginu Heimavöllum í apríl 2018. Í skilmálum skuldabréfsins er kveðið á um að ekki megi afskrá bréf Heimavalla úr Kauphöll án samþykkis kröfuhafans sem í hlut á á hverjum tíma.

Vegna yfirvofandi afskráningar félagsins af markaði, en ákvörðun þar um verður tekin á aðalfundi félagsins síðar í dag, leitaði stjórn Heimavalla samkomulags við Eaton Vance um að sjóðurinn gangi ekki á gjaldfellingarheimild sína. Náðist slíkt samkomulag þann 8. mars síðastliðinn gegn greiðslu gjalds sem nemur u.þ.b. 1% af eftirstöðvum höfuðstóls bréfsins. Samsvarar sú fjárhæð um 30 milljónum króna samkvæmt greinargerð stjórnarinnar.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK