Frekari tollar á kínverskar vörur

Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, hefur átt í samningaviðræðum við Bandaríkin.
Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, hefur átt í samningaviðræðum við Bandaríkin. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað tollahækkun á næstum allar innfluttar vörur frá Kína sem tollar höfðu ekki þegar verið hækkaðir á innan við sólarhring fyrr.

Andvirði varningsins er um 300 milljarðar Bandaríkjadala, að því er kom fram í yfirlýsingu.

Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna hefur staðið yfir um nokkurt skeið en viðræður hafa staðið yfir í Washington um nýjan viðskiptasamning. Liu He, aðstoðarforsætisráðherra Kína, hefur tekið þátt í viðræðunum. Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir