Dýfa á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum

Fjárfestar hafa verið að selja hlutabréf í miklu magni í …
Fjárfestar hafa verið að selja hlutabréf í miklu magni í dag í kjölfar þess að Kínverjar sögðust ætla að svara tollun Bandaríkjanna. AFP

Helstu vísitölur á Wall Street hafa fallið um 2% í dag í kjölfar þess að Kína lýsti því yfir að ríkið myndi leggja tolla á Bandarískar vörur sem svar við tilkynningu bandarískra stjórnvalda um að hækkun tolla á kínverskar vörur.

Hafa myndast áhyggjur af því að tollastríð ríkjanna ýti undir samdrátt í bandaríska hagkerfinu, að því er segir í umfjöllun Reuters.

Fjárfestar hafa í dag selt talsvert magn af hlutabréfum í tæknifyrirtækjum og eru þar á meðal framleiðendur örflagna, stór framleiðslufyrirtæki og smásöluaðilar er stunda talsverð viðskipti við kínverska aðila. Þá hafa hlutabréf Facebook, Amazon, Apple, Netflix og Alphabet, móðurfélag Google, öll fallið á bilinu 1,7% til 5%.

Dow Jones iðnaðarvísitalan hefur lækkað um 2,28% í dag, S&P 500 um 2,44% og Nasdaq um 2,77% á sama tíma.

Talið er að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína sé til þess fallið að auka viðskiptakostnað og hafi því neikvæð áhrif á hagnað og dregur úr möguleikum fyrirtækja til þess að standa undir fjármagnskostnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK