Samningurinn ekki endurnýjaður

mbl.is/Styrmir Kári

Samningur um rekstur kaffihúsa á vegum Te & Kaffis í verslunum Eymundssonar rennur út í lok sumars og verður hann ekki endurnýjaður.

Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffis, í samtali við mbl.is. Guðmundur segir að Te & Kaffi hafi viljað ræða nýjar áherslur í samningi fyrirtækjanna, meðal annars um rekstur einstakra kaffihúsa, en samkomulag hafi ekki náðst í þeim efnum. Niðurstaðan hafi því orðið sú að endurnýja ekki samninginn.

„Te & Kaffi mun hætta að reka kaffihús í verslunum Eymundsson í lok sumars. Fyrir aðdáendur fyrirtækisins í Reykjavík er vert að minna á kaffihús okkar á Laugavegi 27, Hlemmi, Lækjartorgi og Aðalstræti. Einnig er ekki útlokað að við reynum að finna aðra staðsetningu á Akureyri enda eigum við mikið af viðskiptavinum þar sem við viljum halda áfram að þjónusta,“ segir Guðmundur ennfremur.

Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans Eymundssonar, tjáði mbl.is í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin í þessum efnum af hálfu fyrirtækisins önnur en sú að áfram yrðu kaffihús í verslunum þess.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK