Er í raun fáránlegt kerfi

Stella Artois er vinsæll bjór.
Stella Artois er vinsæll bjór.

„Það er ótrúlegt að standa að verðboði sem er bindandi til 12 mánaða en að menn geti á grundvelli þessa verðboðs boðið það sem þeim sýnist 9 mánuði af þessum 12. Þetta er í raun alveg fáránlegt kerfi,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu í hlaðvarpsþættinum Viðskiptapúlsinn sem kom út í dag þar sem farið var yfir helstu fréttir úr ViðskiptaMogganum í dag.

Í frétt ViðskiptaMoggans frá því í dag kom fram að verð á Stella Artois bjór í 33 cl flösk­um hefði hækkað um rúm­lega 59% nú um síðustu mánaðamót í Vín­búðunum, en flösk­urn­ar kostuðu 219 krón­ur síðustu þrjá mánuðina þar á und­an. Kosta flösk­urn­ar núna 349 krón­ur.

„Stella Artois bjórinn í flöskum er að hækka um 59%. Það er töluvert á þessum síðustu og verstu tímum en auðvitað er ástæða fyrir þessu,“ sagði Þóroddur Bjarnason, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu.

„1. mars snarlækkaði verðið á þesari vöru í 219 krónur eftir að Costco gerði tilraun til þess að koma á markaðinn. Þá var þetta svokalllaða verðboð hjá ÁTVR og báðum aðilum var boðið að bjóða í vöruna og Vínnes bauð þá bara þetta lágt þannig að þeir fengu réttinn á vörunni og Costo komst ekki inn. Þeir urðu að bjóða vöruna á þessu verði vegna þessa verðboðs í þrjá mánuði. Nú lauk þessu þriggja mánaða tímabili 1. júní og þar með ákváðu þeir að hækka þetta aftur. Reyndar var hann 10 krónum dýrari fyrir verðboðið. Kostar 349 kr. núna en kostaði 359 kr. fyrir fyrsta mars,“ sagði Þóroddur.

Birgðir af Stella Artois bjór kláruðust fljótt þegar verðið lækkaði.
Birgðir af Stella Artois bjór kláruðust fljótt þegar verðið lækkaði. mbl.is/Þóroddur Bjarnason.

„Þetta er auðvitað ótækt. Maður fer í Costco nokkrum sinnum í viku og sér þá þessa aðila með vínveitingaleyfið rölta þarna út með bjór og Dom Pérignon kampavín og hitt og þetta á einhverju niðursettu verði. Ef einhver stjórnmálaflokkur myndi lofa því að allir einstaklingar, tvítugir og eldri, fengju vínveitingaleyfi sér að kostnaðarlausu, þá væri búið að leysa þetta,“ sagði Stefán Einar í léttum dúr.

Hlusta má á tíunda þátt Viðskipta­púls­ins hér að neðan. Þá má einnig nálg­ast þátt­inn í gegn­um helstu podcast-veit­ur hjá Itu­nes, Spotify og Google Play.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK