Launakostnaður hár í takt við lífsgæði

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra segir að hár launakostnaður fylgi …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra segir að hár launakostnaður fylgi góðum lífsgæðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, seg­ir að hár launa­kostnaður ís­lenskra at­vinnu­rek­enda hald­ist í hend­ur við góð lífs­gæði í land­inu. Sárs­auka­mörk­in séu mis­mun­andi eft­ir fyr­ir­tækj­um en ann­ars sé launaliður­inn úr­lausn­ar­efni sem samningsaðilar verði að ráða fram úr sjálfir eftir þeim leikreglum sem gilda.

Skúli Mogensen stofnandi WOW air sagði í kvöldfréttum RÚV í fyrradag að ef endurreisn flugfélagsins ætti að ganga upp „þyrftu að vera opn­ari tæki­færi til að nota erlenda starfs­menn heldur en hefur verið og hefur tíðkast.“ Kjarasamningar þyrftu að vera öðruvísi samsettir.

„Flug­fé­lög eru auðvitað í mik­illi alþjóðlegri sam­keppni þar sem launa­kostnaður er lægri en hér. Við vit­um að launa­kostnaður er hærri hér en hérna eru líka betri lífs­gæði. Á móti kemur að íslenskur vinnumarkaður er frekar sveigjanlegur, sem kemur atvinnulífinu til góða. Það er mis­mun­andi eftir fyrirtækjum hvar sárs­auka­mörk­in eru varðandi launakostnað en samningsaðilar verða að ráða fram úr þessu sjálfir eftir þeim leikreglum sem gilda,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún í sam­tali við mbl.is um málið.

Þórdís Kolbrún segist vera talsmaður samkeppni og að hún sé neytendum til góða, spurð um það hvort æskilegt sé að hafa aðeins eitt alþjóðlegt flugfélag starfandi á landinu, það er Icelandair.

Hún sagði að mögulega mætti koma til móts við flugfélögin í rekstr­ar­um­hverfi á flug­vell­in­um. Isa­via er rík­is­rekið. „Það sem þarf að horfa til er auðvitað sam­keppn­is­staða flug­vall­ar­ins, lend­ing­ar­gjöld og ann­ar kostnaður fyr­ir flug­fé­lög­in. Þar skipt­ir máli hvernig Isa­via vinn­ur sína vinnu og ég veit að þar er verið end­ur­skoða þessa þætti, það er hvernig gera má flug­völl­inn sam­keppn­is­hæf­ari en hann er í dag,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Stjórn­völd væru að horfa til þess að örva sætafram­boð til Íslands en ljóst sé að erfitt hafi verið að bregðast við fyr­ir sum­arið. „Við viss­um að þegar flug­fé­lagið WOW hvarf af markaði gerðist það skömmu fyr­ir sum­arið, þannig að það var nán­ast ómögu­legt fyr­ir önn­ur flug­fé­lög að grípa til ráðstaf­ana,“ seg­ir Þór­dís. Allt hafi það sam­verk­andi áhrif, að minnkað fram­boð geti haft keðju­verk­andi áhrif á önn­ur flug­fé­lög sem þegar fljúga til lands­ins.

Framboðsvandi en ekki eftirspurnar

„Það hvernig við get­um aukið sætafram­boð er auðvitað verk­efni. Isa­via hef­ur þar lyk­il­hlut­verki að gegna. Ef við fær­um í sér­stakt átak fyr­ir vet­ur­inn til að reyna að sækja fleiri ferðamenn þarf það að taka mið af því fram­boði sem er til staðar í flugi,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

„Þegar rætt er um viðbrögð vegna sam­drátt­ar þarf að vera al­veg ljóst að vand­inn er miklu frek­ar fram­boðsvandi en eft­ir­spurn­ar­vandi,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún. Fram­boð á flug­sæt­um hafi minnkað veru­lega og það hafi áhrif. Aðgerðir sem stjórn­völd kynnu að fara í þyrftu að vera í takt við það fram­boð sem er til staðar.

„Ég er mjög meðvituð um að næstu mánuðir, mögu­lega miss­eri, verða þyngri en við höf­um séð í lang­an tíma. Til lengri tíma er ég bjart­sýn,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún. „En næstu mánuði er ljóst að þessi sam­drátt­ur mun flýta fyr­ir ein­hvers kon­ar hagræðingu inn­an grein­ar­inn­ar,“ seg­ir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK