Viðurkennir mistök Boeing

Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg.
Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg. AFP

Forstjóri Boeing segir fyrirtækið hafa gert mistök í varðandi viðvörunarkerfi í flugstjórnarklefum 737 MAX-vélanna, en hundruð létust í tveimur mannskæðum flugslysum flugvéla af þessari gerð með nokkurra mánaða millibili.

Dennis Muilenburg sagði fjölmiðlum í París að samskipti innan Boeing væru ósamræmd og að það væri óásættanlegt, en bandarísk flugmálayfirvöld hafa ávítað Boeing fyrir að hafa þagað í meira en ár yfir því að viðvörunarkerfið í flugstjórnarklefunum virkaði ekki sem skyldi.

Flugmenn eru í frétt AP af málinu sagðir ævareiðir yfir því að hafa ekki verið látnir vita af nýjum hugbúnaði, sem talinn er hafa átt þátt í flugslysunum.

Muilenberg lofaði gagnsæi í starfsemi flugframleiðandans, sem væri fullur auðmýktar, en fyrirtækið vinnur nú hörðum höndum að því að koma MAX 737 vélunum aftur á loft. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK