Bréf í VÍS hækka um 3,2%

Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands í Ármúla.
Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands í Ármúla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í VÍS hafa hækkað um tæp 3,2% það sem af er degi í rúmlega 39 milljóna króna viðskiptum með bréfin.

Félagið sendi í gær frá sér tilkynningu til Kauphallar um að útlit væri fyrir að afkoma á öðrum ársfjórðungi yrði rúmum 600 milljónum króna hagstæðari en afkomuspá félagsins hafði gert ráð fyrir.

Afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta yrði upp á 814 milljónir króna á tímabilinu, en nú er búist við því að hagnaðurinn muni nema rúmum 1,4 milljörðum króna.

Helsta ástæða betri afkomu var í tilkynningunni sögð vera hærri ávöxtun fjáreigna á tímabilinu en búist hafði verið við.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK