Segja OAG kaupanda eigna WOW

Kaupandi eigna úr þrotabúi WOW air er Michele Ballarin og Oasis Aviation Group (OAG), ef marka má heimildir Viðskiptablaðsins. Fram kemur að Ballarin hafi áhuga á rekstri WOW áður en það fór í þrot. Einnig á hún að hafa haft samband við ýmsa starfsmenn WOW á meðan þeir enn störfuðu hjá félaginu til þess að fá þá til að starfa með endurreistu félagi.

Samkvæmt vef félagsins annast það fyrst og framst sérhæfingu á sviði loftflutninga og sinnir leiguflugi, sérstaklega í Afríku. Þá býður félagið einnig upp á endurmenntun og þjálfun fyrir flugmenn.

Fram hefur komið að bandarískur fjárfestir hafi fest kaup á öllum eignum úr þrotabúi WOW air sem tengjast fulgrekstri. Ekki hefur fengist staðfest hver fjárfestirinn er.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir