Myndirnar kortlagðar gaumgæfilega

Tón­list­ar­menn­irn­ir Jon­as-bræður eru meðal þeirra sem hafa birt mynd af …
Tón­list­ar­menn­irn­ir Jon­as-bræður eru meðal þeirra sem hafa birt mynd af sér með öldrunar­filtern­um.

Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur snjallforritinu víðtækan rétt til að nota myndir þeirra og nöfn. Það getur forritið gert í hvaða tilgangi sem er eins lengi og það vill. Þetta kemur fram á vef Landsbankans. Þar segir jafnframt að réttur smáforritsins sé endalaus og óafturkallanlegur.

Ekki er óalgengt að einhliða skilmálar sem þessir séu það sem stendur neytendum til boða þegar snjallforrit eru gjaldfrjáls. Í flestu tilvikum eru slíkir skilmálar afar óhliðhollir neytendum. Með skilmálum FaceApp-forritsins hefur það nú tryggt sér rétt til að ráðstafa myndum notenda að eigin vild. 

Andlitin gríðarlega verðmæt vara

Smáforritið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga hefur birt af sér myndir þar sem ásýnd viðkomandi hefur verið breytt með háþróuðum algóriþma. Ríflega 100 milljón notendur hafa hlaðið niður forritinu í dag, en hvert andlit sem inn á forritið fer er kortlagt gaumgæfilega. Slíkt telst mjög verðmæt vara í stafrænum heimi.

Hægt er að nota andlitsgreiningartækni eins og smáforritið styðst við í málefnalegum og ómálefnalegum tilgangi. Tæknin er notuð til að aflæsa snjallsímum, í öryggis- og eftirlitstilgangi hjá löggæsluyfirvöldum og jafnvel hafa tiltekin ríki notað andlitsgreiningartækni til að greina og smána fólk fyrir refsiverða háttsemi. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK