Draga verulega úr umfangi starfseminnar hér á landi

Munck á Íslandi sá um byggingu sjúkrahótels Nýja Landspítalans á …
Munck á Íslandi sá um byggingu sjúkrahótels Nýja Landspítalans á síðasta ári. mbl.is/​Hari

Óvíst er um framtíðarfjármögnun verktakafyrirtækisins Munck á Íslandi ehf., áður LNS Saga, og því leikur vafi á því hvort fyrirtækið sé áfram rekstrarhæft. Frá lokum síðasta rekstrarárs hefur danskt móðurfélag þess, Munck Gruppen A/S, stutt við fjárhag félagsins með lánveitingum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi félagsins fyrir tímabilið 1. október 2017 til 30. september 2018. Stefán Sigurðsson, deildarstjóri sjó- og jarðvinnuverkefna Munck á Íslandi, segir ekkert launungarmál að rekstur félagsins hafi ekki gengið sem skyldi. Þá staðfestir hann að fyrirtækið muni á næstu mánuðum draga saman seglin.

„Við erum ekki að bjóða í nein ný verkefni og erum að draga úr umfangi starfseminnar. Það er of snemmt að segja til um hvað verður, en við munum setjast niður í byrjun næsta árs eða á næstu mánuðum og ákveða hvort við munum bjóða í verk að nýju,“ segir Stefán í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK