Vísitala leiguverðs lækkar um 0,1%

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar lítillega milli mánaða.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkar lítillega milli mánaða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1% í júlí, samanborið við mánuðinn á undan, og mældist 196 stig. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 5,6%, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár.  

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 12 mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK