Hlutabréf Walt Disney hækka

Toy Story kemur úr smiðju Walt Disney Pictures.
Toy Story kemur úr smiðju Walt Disney Pictures.

Hlutabréf afþreyingarrisans Walt Disney hækkuðu um 5% eftir lokun markaða í gær. Kemur hækkunin í kjölfar árshlutauppgjörs fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung þessa árs.

Tekjur félagsins jukust um 34% milli ára, úr 14,3 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra í 19,1 milljarð Bandaríkjadala í ár. Þrátt fyrir það dróst hagnaður fyrirtækisins saman milli ára. Nam hagnaðurinn 1,05 milljörðum Bandaríkjadala, en til samanburðar var hann 2,32 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra.

„Við höfum eytt síðustu árum í að breyta fyrirtækinu með það fyrir augum að ná enn betur til viðskiptavina okkur og ætlum okkur að halda áfram á þeirri leið,“ er haft eftir Robert Iger, forstjóra Walt Disney.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK