Lífeyrissjóðir ávöxtuðu vel í fyrra

Ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi var mjög góð í fyrra.
Ávöxtun lífeyrissjóða hér á landi var mjög góð í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landssamtök lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun lífeyrissparnaðar landsmanna hafi verið að meðaltali vel yfir 11% í fyrra, miðað við vegið meðaltal ávöxtunar allra lífeyrissjóðanna, en þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna í dag.

Þetta segja samtökin að sé „sérlega hagstætt“ fyrir landsmenn og „mikill viðsnúningur“ frá árinu 2018 þegar hrein raunávöxtun var 1,95% að jafnaði, en sama tala var 5,38% árið 2017.

Erlend hlutabréf hækkuðu mest

Heildareignir landsmanna í lífeyrissjóðum eru nú yfir 4.900 milljarðar króna eða sem nemur rúmlega 160% af landsframleiðslu.

„Nokkrir lífeyrissjóðir vinna enn að ársuppgjörum sínum og því liggja ekki fyrir endanlegar tölur um ávöxtun 2019. Ljóst er samt að afkoman í heild var mjög góð sem skýrist bæði á mörkuðum heima og heiman. Erlend hlutabréf hækkuðu mest en innlend skuldabréf skiluðu líka mjög góðri ávöxtun. Helstu drifkraftar þar voru lækkandi raunvextir og lækkandi verðbólguálag sem stuðlaði að hækkandi virði skuldabréfa,“ segir á vef Landssamtaka lífeyrissjóða.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK