Icelandair hækkar eftir birtingu farþegatalna

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hækkað um rúmlega 3% í fyrstu viðskiptum dagsins, en í morgun sendi félagið frá sér flutningstölur fyrir janúar, en þar kom fram að félagið hafi flutt 17% fleiri farþega til landsins en á sama tíma í fyrra, eða 103 þúsund farþega.

Farþegum félagsins frá Íslandi fjölgaði einnig um 11%, en tengifarþegum fækkaði um 35%.

Heildarviðskipti með bréf félagsins í morgun nema um 35 milljónum króna.

Síðar í dag, eftir lokun markaða, mun Icelandair birta uppgjör síðasta árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK