Lilja lækkar örlítið í launum

Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert

Laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, lækkuðu eilítið milli ára samkvæmt upplýsingum í ársreikningi bankans sem birtur var í dag. Voru laun Lilju 43,6 milljónir í fyrra samanborið við 44 milljónir árið áður, en það gera 3,63 milljónir í fyrra á móti 3,66 milljónum árið 2018.

Til viðbótar fékk hún 8,2 milljónir sem mótframlag í lífeyrissjóð, en árið áður hafði sú greiðsla verið 8,3 milljónir.

Laun stjórnar bankans voru samtals 68,5 milljónir í fyrra en voru 68,1 milljón árið áður. Laun sex manna framkvæmdastjórnar bankans hækkuðu hins vegar, en samtals voru þau með 249,1 milljón í fyrra á móti 237,8 milljónum árið áður. Það gerir um 4,7% hækkun milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK