Hættir í kjölfar njósnahneykslis

Ti­dja­ne Thiam segir upp störfum.
Ti­dja­ne Thiam segir upp störfum. AFP

Ti­dja­ne Thiam, fram­kvæmda­stjóri Cred­it Suis­se, hefur sagt upp störfum en valdabarátta hefur einkennt starfsemi bankans síðan upp komst um njósnir fyrrverandi stjórnarmanna síðastliðið haust.

Thiam var framkvæmdastjóri bankans, sem er næststærsti banki Sviss, í fimm ár. 

Hann segir upp störfum nokkrum mánuðum eftir að greint var frá því að njósnað hefði verið um tvo háttsetta fyrrverandi starfsmenn bankans.

Stjórn Credit Suisse viðurkenndi njósnirnar en sjálfur sagði Thiam að hann hefði ekki vitað af þeim þegar þær áttu sér stað.

Stjórn bankans samþykkti afsögn framkvæmdastjórans í dag en Thomas Gottstein tekur við störfum hans í næstu viku.

Í frétt BBC kemur fram að samband Thiam og stjórnarformannsins Urs Rohner hafi súrnað í kjölfar njósnamálsins. Því hafi stjórnin samþykkt uppsagnarbeiðni Thiam.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK