Græn starfsemi í stað mengandi stóriðju

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra.
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. mbl.is/Hanna

„Hvaða starfsemi viljum við sjá til framtíðar í Straumsvík?“ Þessarar spurningar spyr Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar vegna fregna af mögulegri lokun álversins. Hún segist vilja græna starfsemi í stað mengandi stóriðju.

Það er löngu tímabært að fara að velta því upp, gera sér í hugarlund. Hvaða græna starfsemin gæti nýtt sér þessa frábæru staðsetningu, höfnina, nálægðina við flugvöllinn, tæra vatnið sem rennur í stríðum straumi þarna undan hrauninu. Fólkið sem býr þarna og vinnandi hendur og kollar þess. Húsnæðið allt og síðast en ekki síst tengingar rafgmans,“ skrifar Björt á Facebook-síðu sína.

Hún veltir upp möguleikum eins og gróðurhúsi eða fiskeldi á landi og segir að möguleikarnir séu endalausir.

Sér fólk ekki alveg fyrir sér grænt klasasamtarf 3-4 fyrirtækja sem geta unnið þarna í samlegð með fjölbreytt störf fyrir fólkið í kring, með lágmarks losun og það besta:
Starfsemi sem kemur okkur Íslendingum út úr kolefnislosnunar skammarkróknum sem mengandi stóriðjur hafa komið okkur í,“ skrifar fyrrverandi umhverfisráðherra.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK