Birgir kaupir í Domino's í Noregi

Birgir Þór Bieltvedt.
Birgir Þór Bieltvedt. mbl.is/Árni Sæberg

Birg­ir Þór Bielt­vedt hefur keypt 71% hlut í Domino's í Noregi af Domino´s í Bretlandi ásamt fleiri fjárfestum. Þar með eignast þeir allt hlutafé Domino's í Noregi.

Greint var frá viðskiptunum á vef Fréttablaðsins en þau eru háð samþykki hluthafa félagsins.

Breska félagið mun á móti eignast minnihluta Birgis og fjárfesta í rekstrarfélagi Domino's í Svíþjóð.

Fyrir viðskiptin áttu Birgir og aðrir minnihlutaeigendur 29% í Domino's í Noregi og Svíþjóð á móti 71% hlut Domino's í Bretlandi.

Birgir opnaði Domino's í Noregi árið 2014 ásamt hópi fjárfesta sem seldi 71% hlut til breska félagsins Domino's Pizza Group fyrir fjórum árum.

Bretarnir greindu frá því í október að ákveðið hefði verið að selja reksturinn utan Bretlands; á Íslandi, í Nor­egi og í Svíþjóð.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK