Verðfall á mörkuðum

AFP

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu um rúm 3% í morgun við opnun markaða og fylgdu þar í fótspor asískra og bandarískra vísitalna.

Í London lækkaði FTSE 100-vísitalan um 3,3%, í Frankfurt lækkaði DAX um 3% og í París nam lækkun CAC 40 3,1%.

Í Japan lækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan um rúm 4% í dag og svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfavísitölum í Asíu. Í gærkvöldi lauk versta marsmánuði á Wall Street áratugum saman með lækkun Dow Jones-vísitölunnar um 2%. Dow Jones-vísitalan lækkaði um rúm 23% á fyrsta ársfjórðungi og hefur ekki lækkað jafn mikið á þriggja mánaða tímabili frá árinu 1987.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK