Gengi Icelandair lækkaði um 8%

Ein af Boeing MAX 8-flugvélum Icelandair.
Ein af Boeing MAX 8-flugvélum Icelandair. mbl.is/​Hari

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 8,33% í Kauphöll Íslands í dag. Stendur gengið nú í 2,2 kr. og hefur þrátt fyrir lækkun dagsins hækkað umtalsvert frá upphafi vikunnar þegar það stóð í 1,9 kr. Námu viðskipti með bréf flugfélagsins í dag ríflega 16 milljónum króna. 

Hlut­hafa­fund­ur Icelanda­ir var hald­inn sl. föstu­dag þar sem samþykkt var að fara í hluta­fjárút­boð. Stefn­ir fé­lagið á að safna 22-29 millj­örðum króna í um­ræddu útboði, en fé­lagið á líkt og önn­ur flug­fé­lög í tals­verðum erfiðleik­um. 

Í dag sendi ASÍ frá sér tilkynningu þar sem fram kom að all­ar vanga­velt­ur í fjöl­miðlum um hvernig koma megi Icelanda­ir und­an því að semja við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ) eigi sér litla stoð í raun­veru­leik­an­um.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK