Bókabúð Máls og menningar lokað tímabundið

Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi.
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bókabúð og kaffihúsi Máls og menningar hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Frá þessu er greint á Facebook-síðu bókabúðarinnar, en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, annar eigenda Máls og menningar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Arndís Björg gat ekki gefið frekari upplýsingar að svo stöddu en sagði lokunina vera tímabundna.

Í tilkynningu Máls og menningar á Facebook eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á ónæðinu og þeim þakkað fyrir skilninginn. Upplýsingar um hvenær opnar aftur verða birtar á samfélagsmiðlum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK