PAR selur og LIVE orðinn stærsti hluthafi Icelandair

Icelandair.
Icelandair.

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR capital management heldur áfram að selja hluti sína í Icelandair, en sjóðurinn hefur nú selt tæplega 2% hlut í félaginu. Á félagið, sem áður var stærsti hluthafi félagsins, nú 11,75% og heldur þar með á minni hlut en Lífeyrissjóður verslunarmanna sem er orðinn stærsti hluthafinn.

Þetta má sjá á nýjum hluthafalista sem uppfærður var í dag.

PAR capital management kom inn í hluthafahóp Icelandair í fyrra við endurfjármögnun félagsins. Var hlutur félagsins þegar mest var 13,7%. Í lok apríl var fyrst greint frá því að PAR hefði selt 0,2% hlut í Icelandair. Ljóst er að félagið hefur haldið sölunni áfram síðan þá.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK