Opna hraðhleðslustöðvar í Lindum

N1 Festi
N1 Festi Ljósmynd/Aðsend

N1 hefur opnað tvær 50 kW hraðhleðslustöðvar við þjónustustöð sína í Lindum í Kópavogi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Hægt er að hlaða tvær bifreiðar á sama tíma í nýjum hraðhleðslustöðvunum, sem opnuðu formlega í gær. 

Nýju hraðhleðslustöðvarnar við Lindir eru þær tólftu í röðinni hjá N1  og bætast við þær ellefu sem þar til í byrjun september eru í samstarfi við ON í Borgarnesi, Staðarskála, Vík, Klaustri, Hvolsvelli, Egilsstöðum, Blönduósi, Sauðárkróki, Ísafirði, Dalvík og Mosfellsbæ.

„N1 heldur áfram forystuhlutverki sínu á þessu sviði og við viljum sem fyrr vera leiðandi í sölu orkugjafa á Íslandi. Með þessum nýju orkugjöfum minnkum við kolefnisporin og þetta fellur afskaplega vel við markmið númer 13 í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK