Í viðskiptum við smálánafyrirtæki

Nýkjörin stjórn Sparisjóðs Strandamanna hyggst ræða viðskipti sjóðsins við fyrirtækið Almenna innheimtu ehf. á næsta stjórnarfundi sem haldinn verður í lok ágúst.

Samkvæmt Neytendasamtökunum, sem barist hafa gegn smálánum undanfarin ár, veitir sparisjóðurinn fyrirtækinu aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna en fyrirtækið hefur skv. þeim „þann eina starfa að innheimta ólögleg smálán“.

Í samtali um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Breki Karlsson, formaður samtakanna, að þessi stuðningur Sparisjóðs Strandamanna setji svartan blett á aðra sparisjóði.

„Ef Sparisjóður Strandamanna sér ekki að sér og hættir ekki að styðja við smálánastarfsemina munum við athuga hvort hinir sparisjóðirnir vilji sæta því að vinna með slíkum sparisjóðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK