Brexit-skjálfti á gjaldeyrismörkuðum

AFP

Breska pundið hefur lækkað um 1% það sem af er degi gagnvart Bandaríkjadal og 0,8% gagnvart evru. Ástæðan er tilkynning forsætisráðherra Bretlands um að 15. október sé lokadagur viðræðna við Evrópusambandið varðandi útgöngu Breta, Brexit.

Boris Johnson forsætisráðherra greindi frá þessu í dag og óttast einhverjir um að þetta geti þýtt að Bretar gangi samningslausir út úr ESB.

Ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands vinna nú að frumvarpi sem gæti gert að engu mikilvæg atriði í samkomulagi Breta við ESB um útgöngu. Til að mynda varðandi landamæri Norður-Írlands sem er ætlað að koma í veg fyrir landamæraeftirlit að nýju á landamærum Írlands. 

Bretland gekk formlega úr ESB í janúar en fylgir enn reglum sem settar eru í Brussel á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. Því lýkur um áramótin. 

Á morgun hefst áttunda umferð viðræðna um viðskiptasamning milli Bretlands og ESB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK