Tvö dótturfélög Norwegian Air gjaldþrota

Farið er eftir írskri löggjöf við gjaldþrotin.
Farið er eftir írskri löggjöf við gjaldþrotin. AFP

Flugfélagið Norwegian Air hefur lýst yfir gjaldþroti hjá tveimur af helstu dótturfélögum þess, sem skráð eru á Írlandi.

Þetta var tilkynnt rétt í þessu en með yfirlýsingunni vill félagið komast í skjól frá lánardrottnum á meðan reynt er að finna lausn á fjárhagsvanda þess.

„Að sækjast eftir skjóli til að endurskipuleggja samkvæmt írskri löggjöf er ákvörðun sem við höfum tekið til að tryggja framtíð Norwegian,“ segir framkvæmdastjórinn Jacob Schram í yfirlýsingu.

„Markmið okkar er að finna lausnir með hluthöfum okkar sem mun leyfa okkur að komast út úr þessu sem fjárhagslega sterkara og öruggara flugfélag,“ bætir hann við.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK