Íslandsbanki gefur út græn skuldabréf

Íslandsbanki gaf í dag út græn skuldabréf að fjárhæð 2,7 milljarðar króna til fimm ára. Bréfin eru fyrstu grænu skuldabréf íslensks banka, en þau eru almenn skuldabréf og bera 3,5% fasta vexti.

Með grænum skuldabréfum er átt við að bankinn skuldbindi sig til að lána út andvirði útgáfunnar í umhverfisvæn verkefni sem falla undir sjálfbæra fjármálaramma bankans, en hann var kynntur fyrir skömmu.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöll Íslands 26. nóvember.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK