Sigríður nýr framkvæmdastjóri FA

Sigríður Guðmundsdóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sigríður Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Sigríður tekur við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni. 

Sigríður hefur starfað í mannauðs- og fræðslumálum um árabil, en hún starfaði áður hjá Eimskip sem fræðslu- og mannauðsstjóri félagsins, en einnig sem ráðgjafi hjá Attentus, mannauður og ráðgjöf. 

Sigríður hefur lokið MBA námi frá Háskóla Íslands og er menntaður grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Þar að auki hefur hún Dipl.Ed gráðu í fræðslustarfi og stjórnun frá Háskóla Íslands. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK