Crymogea gjaldþrota

Kristján B. Jónasson, annar stofnenda og útgáfustjóri Crymogea.
Kristján B. Jónasson, annar stofnenda og útgáfustjóri Crymogea. mbl.is/RAX

Bókaútgáfan Crymogea hefur verið úrskurðuð gjaldþrota. Var það gert með úrskurði héraðsdóms í síðustu viku og var skiptastjóri í kjölfarið skipaður í búið.

Crymogea var stofnuð árið 2007 og lagði frá upphafi meðal annars áherslu á handbragð og stíl bóka sem þar voru gefnar út. Útgáfan stóð meðal annars að útgáfu ljósmyndabókar eftir Ragnar Axelsson (RAX) og Pál Stefánsson.

Útgáfan gaf einnig út Flora Islandica og Íslenska fugla, sem upphaflega var eftir Benedikt Gröndal. Báðar síðarnefndu bækurnar voru gefnar út í takmörkuðu upplagi og tölusettum eintökum, annars vegar 500 og hins vegar 100 eintökum. Kostaði Flora Islandica tæplega 100 þúsund krónur, en Íslenskir fuglar kostaði 230 þúsund krónur. Var sú síðarnefnda handbundin í íslenskt sauðskinn og afhent í viðarkassa.

Meðal bóka sem Crymogea gaf út var Flora Islandica.
Meðal bóka sem Crymogea gaf út var Flora Islandica. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK