Lyfja hagnaðist um 438 milljónir

Þegar lyf eru keypt í Lyfju-appinu eru samheitalyf alltaf boðin …
Þegar lyf eru keypt í Lyfju-appinu eru samheitalyf alltaf boðin og þeim er raðað þannig að ódýrasta lyfið birtist efst,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður fyrirtækjasamstæðu Lyfju nam 438 milljónum króna á síðasta ári. Tekjur samstæðunnar námu alls 12,2 milljörðum árið 2020 og jukust um 15% frá fyrra ári.  Framlegð af vörusölu var 33% og hefur álagning Lyfju farið lækkandi undanfarin ár, bæði vegna verðsamkeppni á markaði en einnig vegna ákvarðana lyfjagreiðslunefndar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

„Lyfja rekur lyfjaverslanir, heilsuvöruverslanir undir merkjum Heilsuhússins og heildsölu sem sérhæfir sig í innflutningi á heilsuvörum. Alls starfa tæplega 350 starfsmenn hjá Lyfjusamstæðunni í um 240 stöðugildum, um þriðjungur starfsmanna Lyfju eru sérhæfðir heilbrigðisstarfsmenn og 83% starfsmanna eru konur.  Lyfja var á meðal fyrstu fyrirtækja landsins til að hljóta jafnlaunavottun og var óútskýrður launamunur 0,0% hjá samstæðunni á árinu 2020.  

Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á rekstur Lyfju á árinu, áhersla var lögð á forvarnir, fræðslu, breytingu á vaktafyrirkomulagi, skipulagi í verslunum og þjónustu við viðskiptavini með það að marki að auka öryggi og draga úr áhættu. Á sama tíma urðu miklar breytingar á neysluhegðun og náði starfsfólk samstæðunnar að bregðast við öllum þeim breytingum og tryggja viðskiptavinum mikilvægar vörur í baráttu við veiruna. Beinn launakostnaður og starfsmanntengdur kostnaður vegna Covid-19 nam alls 50 milljónum króna á árinu,“ segir í tilkynningu. 

Framkvæmdastjórn Lyfju.
Framkvæmdastjórn Lyfju. Ljósmynd/Aðsend

„Lyfja lagði mikla áherslu á samfélag og sjálfbærni á árinu, hafa jákvæð áhrif á umhverfið og stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan frá vöggu til grafar. Til að leggja sitt af mörkum bjóðum við hjá Lyfju lágt lyfjaverð um allt land, leggjum áherslu á að kynna samheitalyf sem leið til að lækka lyfjakostnað og fræða almenning um samheitalyf.  Þegar lyf eru keypt í Lyfju-appinu eru samheitalyf alltaf boðin og þeim er raðað þannig að ódýrasta lyfið birtist efst,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju.   

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK