Fráfarandi fjármálastjóri kaupir fyrir 10 milljónir

Eva Sóley ásamt Boga Nils Bogasyni.
Eva Sóley ásamt Boga Nils Bogasyni. Árni Sæberg

Félag í eigu Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur og eiginmanns hennar keyptu hlutabréf í Icelandair Group fyrir 9.900.000 króna í morgun. Eva Sóley lét nýverið af störfum sem fjármálastjóri Icelandair Group.

Eva Sóley tilkynnti um afsögn sína 15. maí síðastliðinn og var tilkynning þess efnis send á Kauphöllina. Sagðist hún þá kveðja félagið með söknuði og stolti. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði það mikla gæfu að hafa fengið Evu Sóleyju til starfa hjá félaginu og að framlag hennar hafi verið ómetanlegt.

Tilkynningin var send á Kauphöllina, en Eva Sóley er fruminnherji Icelandair Group. Hún verður flokkuð sem slíkur næstu vikur, en hún mun áfram starfa hjá félaginu í nokkra stund, þó hún hafi látið af starfi sem fjármálastjóri.

Eftir kaup morgunsins á félag þeirra hjóna, Mánaþíng, 23.250.000 hluti í Icelandair Group að markaðsvirði rúmra 38 milljóna króna. Ásamt því á félagið áskriftarrétt að 4 milljónum hluta til viðbótar. Þá situr Eva Sóley í stjórn Eftirlaunasjóðs flugmanna sem á 293,861,670 hluti og kauprétt á 70.878.840 hlutum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK