Kjörbúðin opnar á Hellu

Kjörbúðin er í eigu Samkaup.
Kjörbúðin er í eigu Samkaup.

Kjörbúðin opnaði nýja verslun við Suðurlandsveg á Hellu í gær, auk þess sem undirritaður var eins árs samstarfssamningur við Golfklúbbinn á Hellu.

Verslanir Kjörbúðarinnar eru nú staðsettar á 16 stöðum á landinu. Kjörbúðin er í eigu Samkaup hf. og verið er að innleiða vildarkerfi sem gildir í öllum verslunum og ber heitið Samkaup í símann og veitir það viðskiptavinum fastan afslátt af innkaupum og aðgang að sértilboðum.

Samkaup reka um 60 verslanir víðsvegar um landið. Helstu verslanamerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK