Er enski sérmarkaður?

Manchester City hampaði enska meistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Manchester City hampaði enska meistaratitlinum á síðustu leiktíð. AFP

Samkeppniseftirlitið á enn eftir að úrskurða um hvort útsendingar frá enska boltanum flokkist sem sérmarkaður eða ekki, eftir að hafa ýjað að þeim möguleika í frummati sínu fyrir tæpum tveimur árum, að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs Símans, sem er með sýningarrétt á enska boltanum á Íslandi. Hann segir þetta mjög bagalegt. Óvissan í málinu hafi gert að verkum að Síminn hafi ákveðið selja efnið í heildsölu til bæði Stöðvar 2 og Nova til að vera ekki brotlegur við mögulegan úrskurð eftirlitsins. Ef skýrt lægi fyrir að enski boltinn væri ekki sérmarkaður hefði Símanum ekki verið skylt að selja efnið í heildsölu.

Magnús segir forsvarsmenn Samkeppniseftirlitsins ekki hafa svarað ítrekuðum fyrirspurnum um málið en óvissan gerir að verkum að sögn Magnúsar að erfiðara er að verðmeta sýningarrétt efnisins. Á morgun verður opnað fyrir tilboð í keppnistímabilið 2022–2028.

Magnús segir að Síminn ætli að bjóða í pakkann, en ætla má að bæði Sýn og Viaplay verði líka meðal tilboðsgjafa. 

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK