Floti Play stækkar

Nýja vél Play.
Nýja vél Play.

Önnur flugvél flugfélagsins Play var afhent félaginu í gær. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir fólk mjög ánægt með að geta komist til útlanda og bætir við að mikil spurn sé eftir flugferðum í ágúst.

„Við erum að sjá, eins og ferðaþjónustan öll, að bókanir eru að koma vel inn í ágúst. Bæði ferðamenn til Íslands og Íslendingar virðast vera búnir að ákveða það að ágúst sé tíminn til þess að ferðast. Þannig að júlí er bara búinn að vera hæfilegur. Það er auðvitað enn þá Covid í Evrópu þó að við séum svona þokkalega sloppinn hér alla vega í bili,“ segir Birgir.

Hann bætir við að þriðja vél félagsins komi eftir þrjár vikur.

„Þannig að við erum hægt og rólega að byggja okkur upp inn í sumarið og það virðist alveg passa við eftirspurnina.“

Félagið fær síðan þrjár flugvélar næsta vor og ætlar þá að byrja að bjóða upp á ferðir til Bandaríkjanna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK