Þúsundir hengirúma selst í sumar

Hengirúmin eru tveir uppblásnir kútar í ýmsum litum með neti …
Hengirúmin eru tveir uppblásnir kútar í ýmsum litum með neti á milli. Í þessu getur fólk legið og slakað á í heitum pottum eða sundlaugum.

Meira en tvö þúsund hengirúm fyrir heita potta hafa selst í pottaverslun NormX í Auðbrekku í Kópavogi nú í sumar. Orri Stefánsson sölu- og verslunarstjóri segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hengirúmin hafi svo sannarlega slegið í gegn og allar sendingar seljist upp á leifturhraða. Nú eru einhverjar þúsundir hengirúma í pöntun að sögn Orra og fólk þarf því að hafa hraðar hendur vilji það tryggja sér eintak.

„Ég prófaði að panta eitt stykki í vor til að prófa sjálfur. Mér fannst ótrúlega þægilegt að liggja í þessu, þótt þetta sé mjög einfalt í sjálfu sér, en að sama skapi mjög sniðugt,“ segir Orri.

Í kjölfarið segist hann hafa pantað inn meira magn og í fyrstu seldist eitt og eitt rúm. „Svo fór fólk að koma aftur sem hafði keypt rúm áður. Því líkaði varan svo vel að það vildi kaupa handa vinum sínum og fjölskyldu. Svo vatt þetta bara upp á sig. Við seljum yfir hundrað stykki á dag.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK