Áskrifendum Netflix fækkar í fyrsta skipti í áratug

Í heimsfaraldrinum voru meira en 220 milljón manns áskrifendur að …
Í heimsfaraldrinum voru meira en 220 milljón manns áskrifendur að streymisveitunni. AFP

Í fyrsta skipti í tíu ár hefur áskrifendum af streymisveitunni Netflix fækkað. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkuðu þeim um 200 þúsund manns. 

Fækkunin kemur í kjölfar þess að streymisveitan hækkaði verð á þjónustunni á lykilmörkuðum, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Þá var lokað fyrir veituna í Rússlandi vegna inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu.

BBC greinir frá því að Netflix vari við því að áskrifendum geti fækkað enn frekar.

Því muni fyrirtækið reyna að koma í veg fyrir að fólk deili aðgangi sínum með öðrum.

Búist er við því að tvær milljón manns hafi sagt upp áskrift sinni fyrir lok júlí.

Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um meira en 20% í kjölfar fréttanna. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK