Stórtapa á samningi við Trump um Air Force One

Trump stígur út eftir síðustu flugferð sína um borð í …
Trump stígur út eftir síðustu flugferð sína um borð í Air Force One, 20. janúar á síðasta ári. AFP

Boeing tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði tapað 1,1 milljarði bandaríkjadala, sem samsvarar 145 milljörðum króna, á samningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Samningurinn fólst í því að fyrirtækið myndi framleiða og sérútbúa Boeing 747-þotur til að gegna hlutverki forsetaflugvélarinnar, sem yfirleitt gengur undir nafninu Air Force One.

Dave Calhoun forstjóri Boeing viðurkenndi í sjónvarpsviðtali á CNBC að líklega hefði fyrirtækið ekki átt að taka samningnum.

Sérkennilegt atvik

Fyrirtækið sendi einnig frá sér tilkynningu í dag um það að hlutahafar megi búast við frekara tapi af þessum samningi.

„Air Force One samningsviðræðurnar voru sérkennilegar, þetta var sérkennilegt atvik þessi samningur. Það voru klárlega miklar áhættur í samningnum og við hefðum ekki átt að gera hann,“ sagði Calhoun á fjárfestafundi í dag. 

„Við ætlum þó að afhenda forsetanum stórglæsilegar flugvélar.“

Þetta klúður fyrirtækisins hefur verið haft að háði á samfélagsmiðlum og vilja sumir meina að þetta staðfesti meistaralega samningshæfni Trumps.

Donald Trump stærði sig á Twitter fyrir fjórum árum af því hve góðum samningi hann hefði náð við fyrirtækið, sem reyndist svo rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK