Faraldurinn var ágætis brunaæfing

Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021.
Frosti Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri Olís árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fengum innsýn í framtíðina í gegnum faraldurinn. Það dró sjálfkrafa úr eftirspurn þegar ferðamenn hættu að heimsækja landið tímabundið og samhliða drógust öll innlend umsvif saman. Eftirspurnin hrapaði verulega og við fengum þarna ákveðna kristalskúlu til að átta okkur á áhrifum mikils samdráttar í eftirspurn fyrir afkomu starfseminnar. Það má segja að þetta hafi verið ágætis brunaæfing,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann.

Hann segir að Olís hafi nýtt tækifærið vel. Félagið hafi farið í sjálfsskoðun og í kjölfarið hafi fylgt hagræðingaraðgerðir til að mæta erfiðum kringumstæðunum. „Olís einfaldaði vaktaskipulag, umbreytti tveimur þjónustustöðvum í sjálfsafgreiðslustöðvar og réðst í almennar hagræðingaraðgerðir. Í kjölfar þessara fyrstu viðbragða var rýnt í kjölinn hvaða starfsþættir stóðu vel og hverjir stóðu síður vel.“

Endurskipulagning á fyrirtækjasviði

Út úr þessu segir Frosti að hafi komið sú aðgerðaáætlun sem unnið sé eftir í dag. „Við höfum meðal annars farið í heilmikla endurskipulagningu á fyrirtækjasviði. Þar tókum við þrjá vöruflokka, hreinlætis-, heilbrigðis- og rekstrarvörur, og fluttum í nýja einingu innan Haga, Stórkaup. Hugsunin var einföldun á aðfangaskipulagi, skýrari fókus í vöruvali Olís-megin og nýting á sóknarfærum sem vöruhús og sérþekking Haga býður upp á í nýjum vöruflokkum,“ segir Frosti.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK