Kviku veitt lánshæfiseinkunn frá Moody's

Kvika.
Kvika.

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investors Service („Moody‘s“) hefur í fyrsta sinn úthlutað Kviku banka hf. Baa2 langtíma- og Prime-2 skammtíma- lánshæfiseinkunn í fjárfestingaflokki fyrir móttöku innistæða og útgáfu skuldabréfa í erlendri og innlendri mynt. 

Einkunnirnar eru með stöðugum horfum.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að einkunnirnar endurspegli sterka eiginfjárstöðu Kviku ásamt sterkri arðsemi og lausafjárstöðu, fjölbreytt tekjustreymi samstæðunnar, aukið mikilvægi bankastarfsemi sem bindur lítið eigið fé sem og hagnaðarframlags frá vátryggingastarfsemi í gegnum TM tryggingar hf.

Kvika hóf lánshæfismatsferlið í upphafi árs 2022 í kjölfar birtingar á EMTN útgáfuramma samstæðunnar og fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans erlendis. Lánshæfismatinu er ætlað að styðja við skuldabréfaútgáfu og aðra fjármögnun samstæðunnar.

 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK