Oana nýr framkvæmdastjóri hjá Dohop

Oana Savu.
Oana Savu. Ljósmynd/Aðsend

Oana Savu er nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar (e. Chief Strategy Officer) hjá Dohop og ber ábyrgð á stefnumótun og þróun félagsins ásamt samningum við samstarfsaðila, að því er kemur fram í tilkynningu.

Oana hefur yfir sextán ára reynslu úr fluggeiranum en hún starfaði síðast hjá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga, þar sem hún var yfirmaður samstarfs flugfélaga (e. Senior Manager, Future Interline Partnerships). Þar áður starfaði Oana hjá Amadeus sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki í heimi sem sérhæfir sig í flug- og ferðageiranum. 

„Dohop hefur vaxið til muna undanfarin misseri og þjónustar nú yfir 50 flugfélög. Oana býr yfir gríðarlegri reynslu og það er mikill fengur að fá hana í okkar raðir. Reynsla hennar frá IATA, Alþjóðasamtökum flugfélaga, mun hjálpa okkur til enn frekari vaxtar,“ er haft eftir Davíð Gunnarssyni forstjóra Dohop í tilkynningu.

„Samstarf milli flugfélaga um tengingar á milli leiðarkerfa er nauðsynlegt til að stækka net og veita ferðamönnum betri tengingar. Það er þörf á meiri nýsköpun í þessum geira og ég hef mikla trú á að tækni Dohop verði leiðandi í heiminum og geti boðið flutningsaðilum byltingarkenndar lausnir til að auka og einfalda ferðatengingar. Ég er mjög spennt að ganga til liðs við teymi Dohop og taka þátt í vexti félagsins,“ er haft eftir Oönu.

Oana mun hafa aðsetur í Genf í Sviss en hjá Dohop eru um 60 starfsmenn á Íslandi auk 15 annarra á starfsstöðvum félagsins víðs vegar um heim. Dohop hyggst ráða um 15 starfsmenn til viðbótar á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK