Nettó klár í jólaverslun með nýrri netverslun

Notendaprófanir hafa staðið yfir sem er nú lokið og netverslun …
Notendaprófanir hafa staðið yfir sem er nú lokið og netverslun hefur opnað á netto.is. Ljósmynd/Aðsend

Síðastliðið haust tilkynnti Nettó um breytingar á netverslun og hafa síðan svokallaðar notendaprófanir staðið yfir sem er nú lokið og netverslun hefur verið opnuð á netto.is. Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó telur það vera mikinn kost að koma af fullum krafti á þessum tímapunkti og geta þar með tekið þátt af fullum krafti í Black Friday, Cyber Monday og allri jólaverslun.

„Viðbrögðin hafa sannarlega farið fram úr okkar björtustu vonum og það er frábært að koma svona öflug inn í jólatímabilið, þar sem við getum tekið þátt af fullum krafti í Black Friday, Cyber Monday og allri jólaverslun. Við sjáum vel að neytendur vilja spara sér tíma á þessum háannatíma og netverslun spilar þar gríðarlega stórt hlutverk. Við höfum því lagt allt kapp á að vera klár í jólaösina og fögnum því ákaft að geta opnað formlega á þessum tímapunkti,” segir Dagbjört í tilkynningunni.

Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó.
Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, rekstrarstjóri netverslunar Nettó. Ljósmynd/Aðsend

Þá segir enn fremur að meðal stærstu breytinganna sem ný netverslun hefur í för með sér sé innleiðing vildarkerfis Samkaupa, sem fram til þessa hefur einungis verið möguleg í gegnum Samkaupa-appið. „Nú er 2% apps-afslátturinn aðgengilegur öllum sem nýta sér netverslunina en hann safnast upp og verður að inneign sem nýta má í öllum rúmlega sextíu verslunum Samkaupa um allt land," segir Dagbjört.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK